UM SUMAC

Sumac sækir innblástur frá Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Það sem einkennir staðinn er eldur, framandi krydd og fjölbreytileiki. 

HUGMYNDIN

Sumac: djúprauð villt ber sem vaxa víða í Miðausturlöndum og við Miðjarðarhaf – eru síðan sólþurrkuð. Sumac stýrir björtum sítruskeimi sem er ómissandi í matseld Miðausturlanda.

Eldhús: Þráinn Freyr Vigfússon ásamt Jakobi Zarioh Baldvinssyni hafa hannað hrjúfan og fágaðan matseðil með sterkum innblæstri frá seiðandi stemningu Beirút í Líbanon og tælandi áhrifum frá Norður Afriku.

Matseðill: óspillt ferskt hráefni úr íslenskri náttúru matreitt undir áhrifum Miðausturlanda. Brögð einkennast af eldgrilluðum réttum, fjarrænum og framandi kryddum.

Rýmið: Hönnun Hálfdánar Pedersens endurspeglar upplifunina af opnu eldhúsi, hráum steyptum veggjum, stílhreinum ljósum bekkjum og hlýlegri lýsingu. Opið rými er hannað í kringum langan og aðlagandi bar með rúmri sætaskipan.

Barinn: Þar sem innblástur Miðjarðarhafsins ræður ferðinni með ferskum, fjölbreytilegum og freistandi kokteilum. Sjarmerandi vínseðill skapaðist með blönduðum innblæstri frá Evrópu, Marókko og Líbanon.

Opnunartími

Þriðjudag til Laugardags

Opið frá 17:30

Sunnudaga og mánudaga

Lokað